Upplýsingar um grímur


Við verðum með grímur til sölu svo lengi sem grímuskyldan er við lýði en erum hætt að auglýsa. Ekki hika við að hafa samband ef frekari spurningar vakna með hlekknum að facebook messenger hér til hliðar, við svörum eins fljótt og hægt er. Við tökum líka við ábendingum ef ykkur langar að sjá önnur efni en eru í boði.

Af skiljanlegum ástæðum verður aðeins hægt að skila grímum sem hafa ekki verið meðhöndlaðar að neinu leyti og alls ekki notaðar. Best er að hafa samband við okkur beint ef eitthvað kemur upp og við munum taka hverju máli fyrir sig. Ef umbúðir hafa verið fjarlægðar er ekki hægt að skila grímunni því hún verður ekki seld aftur.

Sendingarkostnaður á grímum í heimahús fyrir 1400 kr og á pósthús fyrir 1000 kr. Ef keyptar eru 3 grímur eða fleiri fellur sendingarkostnaður niður. Við hvetjum vini og nágranna til að kaupa saman, bæði vegna minni kostnaðar en líka vegna þess að það er gott fyrir umhverfið að sameina margt smátt í eina stærri sendingu.

Ath að grímurnar eru 3ja laga úr þétt ofnu náttúruefni með vasa fyrir auka filter. Þessar grímur munu endast lengi og það má nota þær áfram eftir Covid, til dæmis þegar við förum aftur í flug eða rútu með kvef eða annars konar vírus. Aðrar grímur með áfastar teygjur munu ekki endast, heldur mun teygjan eyðast samanber ókeypis augngrímurnar sem við fáum í flugvélum. Flestir hafa upplifað það.

Það eru grímur á markaðnum sem eru gerð úr sama efni og ókeypis augngrímurnar en eru seldar á sama verði. Við höfum lesið greinar um það að margt bendi til þess að gerviefnin sem eru notuð í þær virki ekki nógu vel sem vírus vörn. Það hefur komið fram í fjölmiðlum og birt af landlækni að grímur eigi að vera þriggja laga en hins vegar ekki nóg fjallað um það hér á Íslandi að þéttleiki efnis skiptir jafn miklu ef ekki meira máli. Fóðrið í okkar grímum er gert úr bómul ætlað fyrir rúmföt með hátt "thread count" og ef ysta lagið, skrautefnið, er þunnt þá bætum við einu lagi þannig að þau eru orðin fjögur.

Vasinn inní grímunni á að halda PM2.5 filter sem er 7 laga einnota filter sem er gott að bæta við ef aðstæður kalla á. Þessi filter var upphaflega notaður í iðnaðarstörfum, svo fóru hjólreiðamenn í menguðum borgum að nota þá. Síðastliðið sumar komu grímur á markað í Bretlandi og Bandaríkjunum (þar sem við fylgjumst með) sem voru hannaðar með vösum fyrir þessa filtera. Okkur þykir ekki nauðsynlegt að nota þá stöðugt en ákváðum að breyta 3ja laginu í vasa fyrir þennan filter. Okkar byrgjasalar eru í Bandaríkjunum og við festum kaup á þónokkuð af þessum filterum sem voru svo stöðvaðir á leiðinni útúr landinu vegna núverandi reglugerðar þar. Okkur tókst ekki að finna þessi filter á verði sem við gátum verið sátt við svo við ákváðum að benda frekar á aðra aðila á Íslandi sem selja þá.

Við skoðum á reglulegum fresti hvað aðrir eru að gera í grímugerð erlendis og reynum að fylgjast með straumum þaðan. Við fylgjum reglum landlæknis varðandi reglur og staðla, en þegar útlit, þægindi og verð er skoðað þá berum við okkur saman við fyrrnefndar síður og teljum að okkar verð miðað við gæði sé meira en sanngjarnt.

.....................

We are offering face masks for as long as mask use is mandatory but we no longer advertise them. Don't hesitate to reach out if you have any questions. There is a link to send us a message on the side of the page and we will answer as soon as we can. Also feel free to reach out with fabric suggestions if you do not see something you would like.

For obvious reasons we cannot accept returns on masks that have been worn if even for a second, or handled in any way. If you regret your purchase for any reason please contact us and we will handle it on a case by case bases. If there is any sign of use the mask will not be resold so please do not remove packaging.

We ship to  your house for 1400 kr and to the nearest post office for 1000 kr. If 3 or more masks are purchased shipping is free. We encourage neighbors to buy together, not only to lower costs but also because it is kinder to the environment to group items together in one bigger shipment,

Please note that these masks are at least three layers and made from tightly woven natural fibers with a pocket for an additional filter. The masks are designed to last for a long time, even after the pandemic is over and we resume our travels as you may want to wear a mask in the future on airplanes and buses when you are sick with a common cold or flu. Other masks with the elastic sewn in will not last beyond a few months, the reason for this is similar to the free eye masks you receive on airplanes. Most people know this problem, the elastic falls apart after a while. We are seeing masks for sale locally that are made in a similar way as those free (and poorly made) eye masks for the same price point as the masks we are selling.

Furthermore we have read articles that indicate that synthetics are possibly less effective in filtering out viruses as natural fabrics do. Here in the local media and the Directorate of Health there has been much talk about the requirement of three layers in masks, however there has not been much talk about the quality of the fabrics and most importantly the density of the weave. We have come across information that shows that this factor is possibly more important than the count of layers. For this reason we are lining our masks with two layers of cotton fabric that is used for bedding and has a high thread count. If the outer layer we choose for the design/ornamental part of the mask is thin or loosely woven we add another layer, effectively making it a four layer mask.

The pocket on the inside of the mask is intended for a PM2.5 filter which is a 7 layer disposable filter which is a good addition for special circumstances. This filter was originally designed for workers in the industrial complex but was later adapted by bicyclists in heavily polluted cities. Last summer we notices that many mask makers were adding this to their design and we thought it was a good idea to turn the third layer into a pocket for this filter. We do not think it is necessary to use at all times but that it is a good addition. Our suppliers are in USA. We purchased a few hundred of these filters that were then stopped on the way out of the country for local laws temporarily banning the export of mask making supplies. We couldn't find a supplier that would offer this to us at a decent price so that we could offer it to you for a price we would feel good about so instead we are referring our customers to local suppliers that keep the filters in stock.

We are constantly looking at new developments in mask design abroad. When it comes to guidelines of safety and effectiveness we follow the rules set by The Icelandic Directorate of Health, when it comes to aesthetic, design, comfort and quality we look at makers supplying to aforementioned e-commerce sites. We are confident that we are offering a product that is highly competitive in quality and price.